Viðskipti innlent

American Airlines flýgur til Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Merki flugfélagsins er eitt það þekktasta í flugbransanum.
Merki flugfélagsins er eitt það þekktasta í flugbransanum.

Bandaríska flugfélagið American Airlines mun hefja áætlunarflug til Íslands frá og með næsta sumri. Flogið verður á milli Dallas í Bandaríkjunum og Keflavíkur.

Flugfélagið er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna og mun það nota 176 sæta Boeing 757-200 flugvél á áætlunarleiðinni. Jómfrúarflugið verður þann 7. júní á næsta ári og gert er ráð fyrir að flugfélagið muni fljúga til Íslands til 26. október hið minnsta, að því er kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

„Reykjavík er gríðarlega vinsæll áfangastaður og við hlökkum til að geta veitt viðskiptavinum okkar þá þjónustu að upplifa einstakt landslag Íslands,“ er haft eftir Vasu Ruju, framkvæmdastjóra hjá flugfélaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.