Fótbolti

Wenger: Mun alltaf vinna við fótbolta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger sagðist hafa áhuga á að gerast landsliðsþjálfari þegar ferli hans hjá Arsenal lýkur. Þeta sagði hann í viðtali við beIN Sports.

„Kannski mun ég gera það á einhverjum tímapunkti já. Fram að þessu hef ég viljað vera viðriðin í hversdagslífinu hjá félaginu, þar er raunverulega prófið,“ sagði Wenger.



„Ég mun ekki alltaf hafa líkamlegan styrk í það, svo kannski mun ég færa mig yfir í landsliðsþjálfun.“



Wenger hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðu Frakka og Englendinga, en hann hefur verið við stjórnvöllinn hjá Arsenal í 21 ár. Hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í sumar.



„Líf mitt er tengt fótbolta. Á hvaða hátt fer eftir líkamlegu ástandi, en þar til líf mitt endar mun ég vera viðriðinn fótbolta,“ sagði Arsene Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×