Fótbolti

Wenger: Mun alltaf vinna við fótbolta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty

Arsene Wenger sagðist hafa áhuga á að gerast landsliðsþjálfari þegar ferli hans hjá Arsenal lýkur. Þeta sagði hann í viðtali við beIN Sports.

„Kannski mun ég gera það á einhverjum tímapunkti já. Fram að þessu hef ég viljað vera viðriðin í hversdagslífinu hjá félaginu, þar er raunverulega prófið,“ sagði Wenger.

„Ég mun ekki alltaf hafa líkamlegan styrk í það, svo kannski mun ég færa mig yfir í landsliðsþjálfun.“

Wenger hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðu Frakka og Englendinga, en hann hefur verið við stjórnvöllinn hjá Arsenal í 21 ár. Hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í sumar.

„Líf mitt er tengt fótbolta. Á hvaða hátt fer eftir líkamlegu ástandi, en þar til líf mitt endar mun ég vera viðriðinn fótbolta,“ sagði Arsene Wenger.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.