Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi landbúnaðarráðherra, segir að stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum.

EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum og ræðum við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, vegna kirkjuþings og ákvörðunar hennar um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Loks sjáum við myndir úr dróna sem bóndi í Bárðardal notar til að smala sauðfé.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×