Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi landbúnaðarráðherra, segir að stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum.

EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum og ræðum við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, vegna kirkjuþings og ákvörðunar hennar um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Loks sjáum við myndir úr dróna sem bóndi í Bárðardal notar til að smala sauðfé.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.