Fótbolti

Frábær endurkoma hjá U-21 árs liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Albert Guðmundsson var á skotskónum í kvöld.
Albert Guðmundsson var á skotskónum í kvöld. vísir/anton
Íslenska U-21 árs liðið vann magnaðan 2-3 sigur á Eistum í undankeppni EM í kvöld.

Eistland komst í 2-0 í leiknum en íslenska liðið neitaði að gefast upp og kom til baka.

Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark íslenska liðsins á 56. mínútu og Hans Viktor Guðmundsson jafnaði svo leikinn á 74. mínútu. Það var svo Óttar Magnús Karlsson sem tryggði Íslandi öll stigin með marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Ísland er með sjö stig eftir fimm leiki í riðlinum og er í þriðja sæti.

Byrjunarlið Íslands:

Sindri Kristinn Ólafsson (m)

Alfons Sampsted

Felix Örn Friðriksson

Hans Viktor Guðmundsson

Axel Andrésson

Mikael Anderson

Júlíus Magnússon

Samúel Kári Friðjónsson

Tryggvi Hrafn Haraldsson

Albert Guðmundsson (fyrirliði)

Jón Dagur Þorsteinsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×