Handbolti

Stefán Rafn fór á kostum í Ungverjalandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán Rafn fagnar í leik með Pick Szeged.
Stefán Rafn fagnar í leik með Pick Szeged.

Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur allra á vellinum er lið hans, Pick Szeged, vann stórsigur á Balatonfüredi í ungversku úrvalsdeildinni.

Lokatölur 31-21 og skoraði Stefán Rafn sjö mörk í leiknum. Þarna voru liðin í öðru og þriðja sæti að mætast. Szeged er nú í öðru sæti með sama stigafjölda og Veszprém en er búið að spila einum leik meira.

Ólafur Gústafsson átti fínan leik fyrir Kolding í danska boltanum en hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið er það marði útisigur, 23-24, gegn Ribe-Esbjerg.

Gamla brýnið Bo Spellerberg skoraði tvö síðustu mörk Kolding og tryggði þeim sigur. Kolding er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.