Erlent

Skotárás í barnaskóla í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einhverjir eru sagðir særðir og nemendur skólans eru þar á meðal.
Einhverjir eru sagðir særðir og nemendur skólans eru þar á meðal. Vísir/Getty

Minnst fimm eru látnir eftir skotárás í norðurhluta Kaliforníu. Vopnaður maður hleypti af skotum á nokkrum stöðum og þar á meðal í barnaskóla í Rancho Tehama norður af Sacramento. Árásarmaðurinn, sem var skotinn til bana af lögreglu, er sagður hafa verið vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum.

Sjö munu hafa verið fluttir á sjúkrahús og þar á meðal þrjú börn.

Í fyrstu var haft eftir fjölmiðlum ytra að tvö börn hefðu dáið í árásinni. Þau dóu ekki heldur særðust en það hefur verið leiðrétt. Aldur þeirra sem dóu hefur ekki verið gefinn upp.

Samkvæmt frétt NBC mun maðurinn hafa hleypt af skotum á nokkrum stöðum við og í skólanum. Hann er sagður hafa skotið á fólk að handahófi.

LA Times segir að lögreglan telji að skotárásin hafi byrjað sem heimiliserjur og að maðurinn hafi hleypt af skotum á sjö stöðum. Heildarfjöldi látinna og særðra liggi ekki fyrir enn.

Maðurinn hér að neðan, Brian Flint, segir að árásarmaðurinn hafi stolið bíl sínum og skotið herbergisfélaga sinn til bana. Hann segir að maðurinn heiti Kevin og að hann hafi verið að skjóta mikið úr byssum á undanförnum dögum. Sömuleiðis hafði hann hótað Flint og herbergisfélaga hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.