Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1.
„Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag.
„Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir með er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur með það.“
Þetta var síðari leikur íslenska liðsins í Katar en fyrri leikurinn gegn Tékkum tapaðist.
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum
Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum.

Sjáðu mörkin úr leik Katar og Íslands
Katar og Ísland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í Katar í kvöld.