Fótbolti

Markalaust á Wembley | Öll úrslit kvöldsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar á ferðinni í kvöld.
Neymar á ferðinni í kvöld. vísir/getty
Það var ekki blásið til neinnar sérstakrar knattspyrnuveislu á Wembley í kvöld er England tók á móti Brasilíu í vináttulandsleik.

Leikurinn frekar tilþrifalítill og endaði með markalausu jafntefli.

Þjóðverjar tryggðu sér svo jafntefli undir blálokin gegn Frökkum þar sem Lacazette skoraði tvívegis fyrir Frakka.

Romelu Lukaku getur ekki hætt að skora fyrir belgíska landsliðið og tryggði þeim sigur með marki í kvöld.

Varnarmenn Spánverja sáu síðan um að skora þrjú mörk í jafntefli gegn Rússum. Þar af skoraði Sergio Ramos tvö mörk af vítapunktinum. Fjölhæfur sem fyrr.

Úrslit:

England-Brasilía  0-0

Þýskaland-Frakkland  2-2

Timo Werner, Lars Stindl - Alexandre Lacazette 2.

Wales-Panama  1-1

Tom Lawrence - Armando Cooper.

Austurríki-Úrúgvæ  2-1

Marcel Sabitzer, Louis Schaub - Edinson Cavani.

Belgía-Japan  1-0

Romelu Lukaku.

Rúmenía-Holland  0-3

- Memphis depay, Ryan Babel, Luuk de Jong.

Rússland-Spánn  3-3

Fyodor Smolov 2, Aleksey Miranchuk - Sergio Ramos (2 víti), Jordi Alba.

Ungverjaland-Kosta Ríka  1-0

Slóvakía-Noregur  1-0

Argentína-Nígería  2-4

Kína-Kólumbía  0-4

Suður-Kórea-Serbía  1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×