Viðskipti erlent

Bandarískir auðmenn vilja hærri skatta

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Milljarðamæringar vilja ekki skattalækkanirnar sem Trump hefur boðað.
Milljarðamæringar vilja ekki skattalækkanirnar sem Trump hefur boðað. vísir/afp

Yfir 400 bandarískir milljónamæringar og milljarðamæringar hafa í bréfi til bandaríska þingsins hvatt Repúblikanaflokkinn til að hverfa frá áætlununum um að lækka skatta hjá þeim sem ríkastir eru.

Hópurinn, Responsible Wealth, segir slíkar áætlanir auka á ójöfnuð og auka skuldir. Í staðinn eigi að hækka skatta hjá þeim efnameiri. Meðal þeirra sem hafa undirritað bréfið eru læknar, lögmenn, frumkvöðlar og forstjórar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og þingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagt að skattalækkanir hjá þeim efnameiri stuðli að innspýtingu í efnahagskerfið og auki fjárfestingar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,45
7
86.377
ICEAIR
0,31
29
350.000
SIMINN
0,24
6
82.857
VIS
0
3
2.618

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,62
15
66.450
TM
-1,55
5
70.175
REGINN
-1,19
4
17.494
SKEL
-1,14
15
171.581
REITIR
-1,1
6
128.038