Erlent

Ástralar skrefinu nær því að leyfa samkynja hjónabönd

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Pride hátíðarhöldum í Sydney í mars.
Frá Pride hátíðarhöldum í Sydney í mars. Vísir/Getty
Ástralir eru einu skrefi nær því að gera samkynja hjónabönd lögleg eftir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar þar sem 61,6% svarenda sögðust hlynntir breytingu á hjúskaparlögum sem geri samkynja pörum kleyft að gifta sig.

Í kjölfar könnunarinnar mun ástralska þingið taka fyrir frumvarp sem gerir samkynja hjónabönd lögleg fyrir jól.

Svarhlutfall í könnuninni var 79,5 prósent og er því talið að hún endurspegli vilja þjóðarinnar nokkuð vel.

Frumvarpið verður lagt fram á morgun og tekið fyrir í umræðum á fimmtudag. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt, en margir andstæðingar þess í þinginu hafa lofað því að virða niðurstöður skoðanakönnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×