Erlent

Ástralar skrefinu nær því að leyfa samkynja hjónabönd

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Pride hátíðarhöldum í Sydney í mars.
Frá Pride hátíðarhöldum í Sydney í mars. Vísir/Getty

Ástralir eru einu skrefi nær því að gera samkynja hjónabönd lögleg eftir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar þar sem 61,6% svarenda sögðust hlynntir breytingu á hjúskaparlögum sem geri samkynja pörum kleyft að gifta sig.

Í kjölfar könnunarinnar mun ástralska þingið taka fyrir frumvarp sem gerir samkynja hjónabönd lögleg fyrir jól.

Svarhlutfall í könnuninni var 79,5 prósent og er því talið að hún endurspegli vilja þjóðarinnar nokkuð vel.

Frumvarpið verður lagt fram á morgun og tekið fyrir í umræðum á fimmtudag. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt, en margir andstæðingar þess í þinginu hafa lofað því að virða niðurstöður skoðanakönnunarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.