Innlent

Ólafur Þór biðst lausnar frá bæjarstjórnarstörfum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ólafur Þór Gunnarsson var kjörinn á þing í lok október.
Ólafur Þór Gunnarsson var kjörinn á þing í lok október.
Ólafur Þór Gunnarsson baðst í gær lausnar frá bæjarstjórn Kópavogs. Þangað var hann fyrst kosinn árið 2006 og á því að baki rúma 11 ára setu í bæjarstjórninni. Hann var undir lok síðasta mánaðar kjörinn á þing fyrir Vinstrhreyfinguna - Grænt framboð.

Ólafur greindi frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook, sem sjá má hér að neðan. Margrét Júlía Rafnsdóttir mun taka sæti Ólafs í bæjarstjórninni.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður því eini alþingismaðurinn sem jafnframt verður starfandi sveitarstjórnarfulltrúi, næsta árið hið minnsta.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sögðu sig báðir frá bæjarstjórnarstörfum eftir að þeir komust á þing. 


Tengdar fréttir

Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×