Fótbolti

Lukaku sló met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku skorar markið sögulega.
Romelu Lukaku skorar markið sögulega. vísir/getty
Romelu Lukaku er orðinn markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins, aðeins 24 ára gamall.

Lukaku skoraði eina mark leiksins þegar Belgía og Japan mættust í vináttulandsleik í gær.

Þetta var 31. mark hans fyrir belgíska landsliðið en hann tók þar með fram úr Bernard Voorhoof og Paul Van Himst sem skoruðu 30 landsliðsmörk á sínum tíma.

Fyrstu sex ár sín í landsliðinu skoraði Lukaku 11 mörk en síðustu tvö ár hefur hann skorað 20 mörk í 23 landsleikjum.

Lukaku hefur verið ískaldur með Manchester United að undanförnu eftir frábæra byrjun. Stuðningsmenn liðsins vonast væntanlega til að hann mæti fullur sjálfstrausts til leiks eftir landsleikjahléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×