Fótbolti

Lukaku sló met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku skorar markið sögulega.
Romelu Lukaku skorar markið sögulega. vísir/getty

Romelu Lukaku er orðinn markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins, aðeins 24 ára gamall.

Lukaku skoraði eina mark leiksins þegar Belgía og Japan mættust í vináttulandsleik í gær.

Þetta var 31. mark hans fyrir belgíska landsliðið en hann tók þar með fram úr Bernard Voorhoof og Paul Van Himst sem skoruðu 30 landsliðsmörk á sínum tíma.

Fyrstu sex ár sín í landsliðinu skoraði Lukaku 11 mörk en síðustu tvö ár hefur hann skorað 20 mörk í 23 landsleikjum.

Lukaku hefur verið ískaldur með Manchester United að undanförnu eftir frábæra byrjun. Stuðningsmenn liðsins vonast væntanlega til að hann mæti fullur sjálfstrausts til leiks eftir landsleikjahléið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.