Erlent

Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreumanna.
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreumanna. Vísir/AFP
Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Kína en ekki er tilgreint hvort tilefni heimsóknarinnar séu kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna.

Í yfirlýsingunni segir einungis að erindrekinn ætli að kynna fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu niðurstöður allsherjarþings Kommúnistaflokksins í Kína sem fram fór á dögunum en Xi forseti þykir hafa styrkt stöðu sína verulega á þinginu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti stjórnvöld í Beijing á dögunum og hvatti hann Xi forseta þá sérstaklega til að setja meiri þrýsting á Norður Kóreu, en 99 prósent allra viðskipta Norður-Kóreu eru við Kína.


Tengdar fréttir

Trump jós Xi Jinping lofi

Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×