Erlent

Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreumanna.
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreumanna. Vísir/AFP

Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Kína en ekki er tilgreint hvort tilefni heimsóknarinnar séu kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna.

Í yfirlýsingunni segir einungis að erindrekinn ætli að kynna fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu niðurstöður allsherjarþings Kommúnistaflokksins í Kína sem fram fór á dögunum en Xi forseti þykir hafa styrkt stöðu sína verulega á þinginu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti stjórnvöld í Beijing á dögunum og hvatti hann Xi forseta þá sérstaklega til að setja meiri þrýsting á Norður Kóreu, en 99 prósent allra viðskipta Norður-Kóreu eru við Kína.


Tengdar fréttir

Trump jós Xi Jinping lofi

Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.