Enski boltinn

Fjórtán fengið sinn fyrsta landsleik hjá Southgate

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominic Solanke lék sinn fyrsta landsleik gegn Brasilíu í gær.
Dominic Solanke lék sinn fyrsta landsleik gegn Brasilíu í gær. vísir/getty
Gareth Soutgate hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir um ári síðan.

Fjórtán leikmenn hafa leikið sinn fyrsta landsleik fyrir England undir stjórn Southgates, eða að meðaltali einn í leik síðan að hann tók við.

Jesse Lingard og Aaron Cresswell þreyttu frumraun sína með enska landsliðinu undir stjórn Southgates á síðasta ári og í ár hafa 12 nýliðar bæst við.

Meðal þeirra er Harry Winks sem hafði aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Litháen í október.

Hópurinn sem Southgate valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Þýskalandi og Brasilíu var mjög ungur, enda mikið um forföll í enska liðinu.

Fimm nýliðar komu við sögu í markalausa jafnteflinu við Þýskaland á föstudaginn og Dominic Solanke, sem hefur aldrei verið í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni, lék sinn fyrsta landsleik í 0-0 jafntefli við Brasilíu í gær.

Solanke var í enska U-20 ára liðinu sem varð heimsmeistari í sumar. Southgate hefur greinilega trú á þeim strákum því hann tók einnig Angus Gunn, markvörð Norwich City, og Lewis Cook, miðjumann Bournemouth, inn í enska hópinn fyrir leikinn gegn Brasilíu.

Leikmenn sem hafa þreytt frumraun sína með enska landsliðinu undir stjórn Southgates:

Jesse Lingard (gegn Möltu 8. október 2016)

Aaron Cresswell (gegn Spáni 15. nóv 2016)

Michael Keane (gegn Þýskalandi 22. mars 2017)

Nathan Redmond (gegn Þýskalandi 22. mars 2017)

James Ward-Prowse (gegn Þýskalandi 22. mars 2017)

Kieran Trippier (gegn Frakklandi 13. júní 2017)

Harry Maguire (gegn Litháen 8. október 2017)

Harry Winks (gegn Litháen 8. október 2017)

Jordan Pickford (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017)

Joe Gomez (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017)

Ruben Loftus-Cheek (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017)

Tammy Abraham (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017)

Jack Cork (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017)

Dominic Solanke (gegn Brasilíu 14. nóv 2017)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×