Fótbolti

Fimm íslenskir strákar í úrslitakeppnina vestanhafs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fimm í úrslitakeppninni.
Fimm í úrslitakeppninni. mynd/soccer and education
Fimm íslenskir fótboltastrákar taka þátt í úrslitakeppni NCAA-háskólafótboltans þetta árið en það er efsta deild bandarískra háskólaíþrótta.

Þeir bætast í hópinn með íslensku stelpunum þremur sem komust í úrslitakeppnina en alls verða því átta íslenskir fótboltakrakkar í úrslitakeppni NCAA þetta árið.

Þetta eru Eyjamaðurinn Jón Ingason, Garðbæingurinn Aron Rúnarsson Heiðdal, Skagastrákurinn Kristófer Daði Garðarsson, Framarinn Sigurður Þráinn Geirsson og  Brynjar Steinþórsson sem uppalinn er hjá Fjölni.

Jón Ingason, sem á tæplega 100 deildar- og bikarleiki að baki með ÍBV og Grindavík í Pepsi-deildinni, spilar með Virgina Tech í ACC-riðlinum sem er á sterkasti í háskólaboltanum.

Þessi 22 ára gamli varnar- og miðjumaður mætir liði Air Force eða hermannaflugskólans í fyrstu umferðinni aðra nótt en Air Force pakkaði saman sínum riðli og þykir sigurstranglegri fyrir einvígið.

Aron Heiðdal, sem er einnig 22 ára og á tólf unglingalandsleik að baki, spilar í sólinni í Miami með Florida International. Garðbæingurinn og félagar hans mæta Omaha í fyrstu umferðinni en Florida-strákarnir unnu ellefu af fimmtán leikjum sínum í vetur.

Kristófer Daði spilar með Duke-háskólanumsem er talinn einn besti háskóli í heiminum. Kristófer er uppalinn hjá ÍA en hann spilaði stórt hlutverk með Kára sem vann þriðju deildina með stæl í sumar.

Duke er hvað þekktast fyrir sögufrægt körfuboltalið sitt og sérstaklega þjálfara þess, Mike Krzyzewski, eða Coach K, en fótboltaliðið stóð sig mjög vel í vetur og vann fimmtán leiki af sautján. Það komst hefur leik í annarri umferð og mætir þar Pacific-háskólanum eða St. Fullerton.

Sigurður Þráinn Geirsson, sem á 26 leiki að baki fyrir Fram í B-deildinni og bikarnum, er leikmaður University of New Hampshire. New Hampshire mætir Fairfied aðra nótt í úrslitakeppnini.

Loks varð Brynjar Steinþórsson, sem er uppalinn í Grafarvogi en á leiki fyrir Gróttu og ÍR í meistaraflokki, meistari í American East-deildinni með Albany en þetta er annað í röð sem hann vinnur þá deild.  Albany mætir Maryland í fyrstu umferðinni aðra nótt.

Krakkarnir allir fengu skólastyrk í gegnum Soccer and Education USA en myndirnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi þess.

Gangi ykkur vel í NCAA úrslitakepninni

A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×