Sport

Björn Lúkas í undanúrslit á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Lúkas Haraldsson.
Björn Lúkas Haraldsson. Mynd/Mjölnir
Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum.

Björn Lúkas hefur á leið sinni slegið út bardagakappa frá Spáni, Írlandi og Nýja-Sjálandi.

Björn Lúkas, sem keppir fyrir Íslands hönd, hefur þegar keppt þrjá bardaga á jafn mörgum dögum og unnið þá alla strax í fyrstu lotu.

Heimsmeistaramót áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) fer fram í Barein um þessar mundir og keppir Björn Lúkas í millivigt.

Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum.

 Í annarri umferðinni í gær vamm Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi.

Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Hann er því kominn í undanúrslit á heimsmeistaramótinu áhugamanna sem fram fara á morgun.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×