Bíó og sjónvarp

Deadpool óborganlegur í nýrri auglýsingu

Samúel Karl Ólason skrifar
20th Century Fox hefur birt auglýsingu fyrir myndina Deadpool 2 sem verður frumsýnd í júní. Þar er Ryan Reynolds aftur að skella sér í rauða samfestinginn og leika ofurhetjuna-ish snaróðu, Deadpool. Auglýsingin er frekar óhefðbundin og er eiginlega ekki hægt að kalla hana stiklu. Þar sýnir Deadpool sinn innri listamann og gerir létt grín að málaranum Bob Ross sem var með þættina Joy of Painting á árum áður.

Í enda auglýsingunnar fáum við þó að sjá myndefni úr myndinni sjálfri. Bob „Deadpool“ Ross er samt eiginlega betri.

Auglýsingar Reynolds og félaga fyrir fyrstu myndina um Deadpool þóttu einnig frekar óhefðbundnar. Í þetta skiptið virðast framleiðendur myndarinnar ætla að feta svipaðar slóðir. Sem er gott. Þá er rétt að benda sérstaklega á Twittersíðu Deadpool en hann kom nýverið fyrir í tímaritinu Good Houskeeping eins og sjá má á tístinu hér að neðan.

Svo virðist sem að Reynolds hafi fengið hugmyndina að nýjustu auglýsingu myndarinnar í byrjun ársins. Það er ef marka má tíst frá leikaranum sem hann hefur nú fest efst á síðu sína.

Þar birti hann mynd af Bob Ross og sagði að það væri mjög róandi að horfa á hann og notaði hann tiltölulega óviðeigandi líkingu.

Við endum þetta svo á einum þætti af Joy of Painting með Bob Ross. Það er rétt hjá Reynolds að þetta er mjög róandi. Nánast dáleiðandi en birting þessarar greinar tafðist líklega um fimm mínútur þar sem blaðamaður varð dáleiddur af róandi tónum málarans.


Tengdar fréttir

Deadpool dissar Wolverine

Deadpool skýtur föstum skotum á Wolverine í tilefni þjóðhátíðardags Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×