Fótbolti

Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna hér HM-sætinu.
Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna hér HM-sætinu. Vísir/Ernir
Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari.

Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.





Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista.

Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti.

Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar.

Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina.

Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.



HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA:

1. Þýskaland

2. Brasilía

3. Portúgal

4. Argentína

5. Belgía

6. Spánn

7. Pólland

8. Sviss

9. Frakkland

11. Perú

12. Danmörk

13. Kólumbía

15. England

16. Mexíkó

17. Króatía

18. Svíþjóð

21. Úrúgvæ

- Ísland er í 22. sæti á nýjum lista

HM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA:

23. Senegal

26. Kosta Ríka

27. Túnis

31. Egyptaland

32. Íran

37. Serbía

39. Ástralía

40. Marokkó

50. Nígería

55. Japan

56. Panama

59. Suður-Kórea

63. Sádí Arabía

65. Rússland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×