Viðskipti innlent

Engin rækjuveiði í Arnarfirði og Djúpinu í vetur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnarfjörður á Vestfjörðum.
Arnarfjörður á Vestfjörðum. Fréttablaðið/Jón Sigurður
Hafrannsóknastofnun mælir gegn því að rækjuveiðar í Arnarfirði á Vestfjörðum og Ísafjarðardjúpi verði heimilaðar fiskveiðiárið 2017-2018. Ástæðan er sú að vísitala veiðistofns rækju í Arnarfirði er í sögulegu lágmarki og undir varúðarmörkum stofnsins.

Tillögur, aflamark og afli í Djúpinu frá árinu 2010.
Fastlega má búast við því að ráðherra fari að ráðleggingum stofnunarinnar sé miðað við verklag undanfarinna ára.

Vísitala veiðistofnsins í Ísafjarðardjúpi hefur farið lækkandi frá árinu 2012 og var í haust undir varúðarmörkum stofnsins. Lítið var af þorski í fjörðunum en magn ýsu var svipað og í fyrrahaust að því er segir í forsendum ráðgjafar stofnunarinnar.

Rækjuveiðar í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi voru bannaðar árið 2004 þegar stofnarnir virtust að hruni komnir. Veiði var svo heimiluð í Arnarfirði árið 2008 og veiði leyfð næstu árin í mismiklu magni. Þá var rækju úr Ísafjarðardjúpi landað á ný árið 2011. 

Rætt var við sjómenn í kvöldfréttum Stöðvar þegar þeir héldu til rækju í Djúpinu árið 2011.


Veiði á rækju hefur verið leyfði í Arnarfirði og Djúpinu undanfarin ár í mismiklu magni. Nú stefnir allt í að engin rækjuveiði verði á fiskveiðiárinu 2017-2018.

Nánari upplýsingar um ákvörðun Hafró má lesa á heimasíðu stofnunarinnar.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×