Viðskipti innlent

Íslenskur seðill seldur á rúmlega 1,3 milljónir króna

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Íslenskur seðill af þessari gerð seldist í Danmörku á rúmlega 1,3 milljónir króna.
Íslenskur seðill af þessari gerð seldist í Danmörku á rúmlega 1,3 milljónir króna.
50 krónu seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á 65 þúsund danskar krónur á uppboði í Kaupmannahöfn hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn tæplega 85 þúsund dkr fyrir seðilinn, eða rúmlega 1,3, milljónir króna.

Fyrir þremur árum síðan var mun betra eintak af samsvarandi seðli, 50 krónu Íslandsbankaseðli frá árinu 1904, selt á ríflega 19 þúsund dollara, eða um 2,6 milljónir á núvirði, á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers. Verðmunurinn skýrist nær eingöngu af gæðamun seðlanna, þar sem seðillinn sem seldur var í Danmörku var slitnari og verr farinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×