Viðskipti innlent

Segir líklegt að Hrafnaþing verði á sínum stað á morgun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ingvi Hrafn Jónsson hefur um árabil verið andlit ÍNN þar sem hann hefur meðal annars stýrt þættinum Hrafnaþing.
Ingvi Hrafn Jónsson hefur um árabil verið andlit ÍNN þar sem hann hefur meðal annars stýrt þættinum Hrafnaþing. Vísir
„Var það ekki Mark Twain sem taldi fregnir af andláti sínu ýktar. Hvernig líst ykkur á NÝNN?“ skrifar Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsmaður og stjórnandi þáttarins Hrafnaþing á ÍNN.

Greint var frá því fyrr í dag að stjórnendur ÍNN hafi ákveðið að leggja stöðina niður og að útsendingum hennar verði hætt í kvöld.

Ingvi Hrafn segir þó að sennilega verði Hrafnaþing á sínum stað á morgun.

„Hópur velunnara ÍNN á í viðræðum við skiptastjóra um kaup á félaginu. Hrafnaþing verður sennilega á sínum stað á morgun,“ skrifar Ingvi Hrafn.

Hann segir jafnframt að það sé sorglegt að fara þurfi þessa leið en við því hafi mátt búast.

„Í eitt ár hefur hvorki verið starfandi markaðs né söludeild ,eigendur voru að róa lífróður á öðrum vígstöðvum, eins og komið hefur í ljós og höfðu ekki svigrúm til annarra verkefna.“

Í tilkynningu frá stjórnendum ÍNN fyrr í dag sagði að stöðin hafi glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. Tækjabúnaður þarfnist endurnýjunar og ljóst sé að stöðin verði ekki rekin áfram nema nýtt fjármagn komi til. Hlutafé í ÍNN var meðal þess sem Frjáls fjölmiðlun keypti af Pressunni í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×