Innlent

Reykjavík missir 3.000 hektara

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna verði skipað innan staðarmarka borgarinnar.
Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Vísir/GVA
Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna, tæpum 8.000 hekturum, verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Samkvæmt dómi réttarins er þjóðlendan því innan staðarmarka Kópavogs.

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa um áratugaskeið deilt um lögsögu á landsvæðinu en innan þess eru meðal annars Bláfjöll, Sandskeið og Vífilfell.

Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogs í málinu, bendir á að með dómi Hæstaréttar þurfi Reykjavíkurborg nú að sjá á eftir 3.000 hekturum af landsvæði sem hingað til hafi verið inni á aðalskipulagi borgarinnar. Skipulagsvald færist samhliða yfir til Kópavogsbæjar. Þar að auki muni Suðvesturkjördæmi stækka.


Tengdar fréttir

Reykjavík stefnir Kópavogi vegna afréttar

Reykjavíkurborg hefur stefnt Kópavogsbæ og krafist þess að dómstólar viðurkenni að Reykjavík en ekki Kópavogur fari með lögsögu í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna undir Bláfjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×