Formúla 1

Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Brendon Hartley í Toro Rosso bílnum í Brasilíu.
Brendon Hartley í Toro Rosso bílnum í Brasilíu. Vísir/Getty

Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili.

Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir Toro Rosso á næsta ári. Þeir hafa verið við stýrið í undanförnum keppnum. Báðir þeirra komu inn eftir mitt tímabíl. Carlos Sainz og Daniil Kvyat hófu tímabilið með Toro Rosso.

Carlos Sainz fékk tækifæri til að aka fyrir Renault og var lánaður þangað. Þá var Kvyat látinn fjúka frá liðinu vegna slaks árangurs. Þá komu Gasly og Hartley til skjalanna.

Gasly er að koma upp úr ökumannsakademíu Red Bull. Hartley hefur verið að keppa í þolakstri undanfarin ár og er tvöfaldur heimsmeistari í WEC mótaröðinni (World Endurance Championship).

Hartley var viðloðinn ökumannsakademíu Red Bull, þangað til að hann var látinn fara árið 2010.


Tengdar fréttir

Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso

Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.