Fótbolti

Þjálfari Alsír trompaðist og úthúðaði blaðamanni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rabah Madjer er blóðheitur.
Rabah Madjer er blóðheitur. vísir/getty
Rabah Madjer, landsliðsþjálfari Alsír, var eitthvað illa fyrir kallaður á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur á Mið-Afríkulýðveldinu.

Riyad Mahrez, leikmaður Leicester City, var með honum á blaðamannafundinum og fékk spurningu frá blaðamanni um frammistöðu alsírska liðsins að undanförnu.

Madjer leyfði Mahrez ekki að svara en hóf þess í stað mikinn reiðilestur yfir blaðamanninum.

„Mr. Djebour, blaðamaður, þú ert óvinur landsliðsins. Ég segi þetta opinberlega. Hlustið öll. Ég ber virðingu fyrir ykkur öllum en ekki honum,“ öskraði Madjer og sagði blaðamanninum, sem reiði hans beindist að, svo ítrekað að halda kjafti og sagði honum að hætta.

Á meðan þessum reiðilestri stóð sat Mahrez hinn rólegasti við hlið Madjers.

Myndband af þessari ótrúlegu uppákomu má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×