Enski boltinn

Viðurkenndi að hafa beitt Aluko kynþáttaníði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eni Aluko í leik með enska landsliðinu.
Eni Aluko í leik með enska landsliðinu. vísir/getty
Lee Kendall hætti sem markmannsþjálfari enska kvennalandsliðsins í gær eftir að hafa viðurkennt að hafa beitt Eni Aluko kynþáttaníði.

Lee Kendall hætti sem markmannsþjálfari enska kvennalandsliðsins í gær.vísir/getty
Aluko sakaði Kendall um að hafa talað við sig með niðrandi hreim meðan hún var í landsliðinu.

Enska knattspyrnusambandið rannsakaði ásakanirnar og í yfirlýsingu frá því sagði að ekki yrði gripið til frekari ráðstafana.

Daily Mail greinir hins vegar frá því að Kendall hafi viðurkennt brot sitt og sagt af sér.

Aluko sakaði einnig Mark Sampson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands, um kynþáttafordóma. Hann var rekinn úr starfi í september.

Málið hefur vakið mikla athygli en enska knattspyrnusambandið þykir hafa tekið afar illa á því. Það borgaði m.a. Aluko fyrir að þegja um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×