Viðskipti erlent

Tesla kynnir til leiks rafknúinn vörubíl

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Elon Musk kynnir rafknúna vörubílinn.
Elon Musk kynnir rafknúna vörubílinn. Mynd/Tesla
Elon Musk, forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti til leiks á dögunum tvær nýjar bílategundir frá fyrirtækinu.

Fyrri tegundin er rafvörubíll og er hann sá fyrsti sinnar tegundar hjá framleiðandanum. Musk er duglegur við að skapa spennu fyrir nýjum vörum frá fyrirtækinu með ýktum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Sagði hann á gamansömum nótum að vörubíllinn „gæti breytt sér í vélmenni, barist við geimverur og hellt upp á góðan kaffibolla.“

Hin bílategundin er endurgerð af sportbílnum Roadster sem fyrirtækið framleiddi á árunum 2008-2012.

Tesla hefur einnig gefið það út að það hyggist koma á markað ofurhleðslustöðvum (Megachargers) sem munu koma til með skapa hleðslu sem endist 643 km (400 mílur) á einungis 30 mínútum.

Hér að neðan má sjá myndband frá kynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×