Viðskipti innlent

Telur að byggja þurfi meira til þess að mæta fólksfjölgun

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/GVA
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að byggja þurfi fleiri íbúðir til þess að mæta aukinni fólksfjölgun. Þetta sagði hann í Morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun. 

Hagstofa Íslands hefur spáð því að töluverð aukning verði í fólksfjölda hér á landi á næstu árum. Samkvæmt tölum mun íbúum fjölga um 40 þúsund til ársins 2021.

Samtök iðnaðarins tóku nýlega saman tölur um fjölda íbúða sem eru í uppbyggingu hér á landi. Niðurstaðan var sú að þær eru færri en talið var.

Ingólfur telur eina ráðið vera að byggja fleiri íbúðir og að „sveitarfélög girði sig í brók og geri betur í að bjóða land til íbúðabygginga en það hefur skort talsvert upp á það hér á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Það hefur valdið þessum skorti og síðan þá aftur hafa afleiðingar verið þessi mikla verðhækkun á íbúðarhúsnæði.“

Hann segir að bregðast þurfi við þessu, þörfin eftir nýjum íbúðum sé orðin uppsöfnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×