Fótbolti

Lineker kynnir HM-dráttinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Lineker er vinsæll sjónvarpsmaður.
Gary Lineker er vinsæll sjónvarpsmaður. vísir/getty
Gary Lineker og rússneski blaðamaðurinn Maria Komandnaya verða kynnar þegar dregið verður í riðla á HM 2018.

Drátturinn fer fram í Moskvu föstudaginn 1. desember. Hann hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Lineker átti farsælan feril sem leikmaður og síðan skórnir fóru á hilluna hefur hann getið sér gott orð sem sjónvarpsmaður. Hann hefur m.a. stýrt Match of the Day á BBC undanfarin ár.

Lineker skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum fyrir England á sínum tíma. Hann varð markakóngur HM 1986 með sex mörk.

Komandnaya er einn þekktasti íþróttafréttamaður Rússlands en hún hefur starfað í fjölmiðlum þar í landi í rúman áratug.

Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM.


Tengdar fréttir

Ein önnur Evrópuþjóð í okkar riðli

Nú er endanlega ljóst hvaða 31 þjóð mun taka þátt í HM í Rússlandi með okkur Íslendingum næsta sumar. Áhugasamir geta dundað sér við að setja saman draumariðlana sína fram að drættinum sem verður 1. desember.

Perúmenn síðastir til að tryggja sér sæti á HM

Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Perúmenn unnu þá 2-0 sigur á Ný-Sjálendingum á heimavelli í seinni leik liðanna í umspili.

Íslenska vörnin hefur aldrei verið betri

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei verið með betri markatölu og aldrei fengið á sig færri mörk í leik en á árinu 2017 en sofandaháttur í Katar á þriðjudaginn kom í veg fyrir að liðið tæki tvö önnur met til viðbót




Fleiri fréttir

Sjá meira


×