Enski boltinn

Pulis segist vera fórnarlamb eigin velgengni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tony Pulis og lærisveinar hans hafa ekki unnið í níu deildarleikjum í röð.
Tony Pulis og lærisveinar hans hafa ekki unnið í níu deildarleikjum í röð. vísir/getty
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, segir að hann sé fórnarlamb eigin velgengni.

West Brom hefur ekki unnið leik síðan í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og Pulis er undir töluverðri pressu þessa dagana.

„Því meira sem þú gefur, því meira vill fólk. Það þarf ekki að segja mér að úrslitin verða að vera betri,“ sagði Pulis á blaðamannafundi í dag.

„Á síðasta tímabili vorum við lengst af í 8. sæti. Við enduðum í 10. sæti í þriðja sinn í sögu félagsins,“ bætti Walesverjinn við.

West Brom tekur á móti Chelsea í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×