Viðskipti innlent

Verulega hægir á hækkun fasteignaverðs

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Dregið hefur úr fasteignaverðhækkunum.
Dregið hefur úr fasteignaverðhækkunum. Vísir/Vilhelm
Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu. Þar má sjá að verð hækkaði um 0,17 prósent á milli mánaða. Þetta er minnsta hækkun í rúmlega tvö ár, eða allt frá því í júní 2015.

Hækkanir frá fyrra ári eru því hraðlega á niðurleið, en eru eftir sem áður mjög miklar.  

Verð á fjölbýli hækkaði um 0,1 prósent en það hefur hækkað um 17 prósent á síðustu tólf mánuðum. Verð á sérbýli hækkaði um 0,3 prósent og hefur það hækkað um 19 prósent á sama tímabili.

Heildarhækkunin nemur 17,6 prósentum og er það örlítil hækkun frá síðasta mánuði. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um 4,5 prósent undanfarna sex mánuði en hafði hækkað um 12,5 prósent sex mánuði þar á undan.

Varasamt er að túlka breytingar milli einstakra mánaða, en þegar litið er til lengra tímabils virðist vera að kólnun eigi sér stað á fasteignamarkaði og því spurning hvort að við taki tímabil hóflegra verðhækkana.

Nálgast má Hagsjána í heild á vef Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×