Enski boltinn

Sané fetar í fótspor Klinsmanns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leroy Sané með verðlaunin.
Leroy Sané með verðlaunin. vísir/getty
Leroy Sané, kantmaðurinn fótfrái hjá Manchester City, var valinn leikmaður október-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Sané skoraði og lagði upp í öllum þremur leikjum City í október. Hann kom því með beinum hætti að alls sex mörkum liðsins.

Sané er annar Þjóðverjinn sem fær þessi verðlaun. Jürgen Klinsmann fékk þau fyrir ágúst 1994 en það var í fyrsta sinn sem verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins voru veitt.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var valinn stjóri október, annan mánuðinn í röð.

Sofiane Boufal, leikmaður Southampton, skoraði besta markið í október en það má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×