Erlent

Sylvester Stallone hafnar ásökun um árás á 16 ára gamla stúlku

Kjartan Kjartansson skrifar
Stallone er rúmlega sjötugur í dag.
Stallone er rúmlega sjötugur í dag. Vísir/EPA

Kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Sylvester Stallone og lífvörð hans um að kynferðisofbeldi þegar hún var sextán ára gömul á 9. áratug síðustu aldar. Talsmaður Stallone vísar ásökunum á bug og segir þær algerlega rangar.

Að sögn konunnar hitti hún Stallone og lífvörðinn í Las Vegas í júlí árið 1986 þegar hún fékk eiginhandaráritun frá leikaranum sem þá var fertugur. Lífvörðurinn hafi látið hana fá lykil að hótelherbergi þar sem hún hafi síðan sængað hjá báðum mönnum.

Stallone hafi síðan sagt henni að þar sem þeir væru báðir giftir menn mætti hún ekki segja neitt. Ef hún gerði það þyrftu þeir berja á henni. Breska blaðið Mail Online vitnar í lögregluskýrslur um málið. Konan hafi ekki kært vegna þess að hún var „auðmýkt og skammaði sín“ auk þess sem hún var hrædd við hótanir Stallone.

Hún sagðist ekki hafa verið neydd til að eiga mök við Stallone og lífvörðinn en að hún hafi verið hrædd við þá. Í fyrstu hafi hún tekið hótun Stallone sem brandara en þegar hún var farin hafi hún fyllst skelfingu og óvissu um hvort að alvara byggi að baki henni eða ekki, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Michelle Bega, talsmaður Stallone, kallar ásakanirnar „fáránlegar“ og segir að Stallone hafi ekkert vitað um þær fyrr en nú. Yfirvöld hafi aldrei sett sig í samband við leikaranna vegna þeirra.

Lífvörðurinn, Mike de Luca, var skotinn til bana af lögreglu í Kaliforníu fyrir fjórum árum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×