Fótbolti

Adebayor: Hugsaði oft um að fremja sjálfsmorð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emmanuel Adebayor leikur með Basaksehir í Tyrklandi í dag.
Emmanuel Adebayor leikur með Basaksehir í Tyrklandi í dag. vísir/getty

Emmanuel Adebayor, fyrrverandi framherji Arsenal, Manchester City og fleiri liða, segir að hann hafi oftsinnis íhugað að fremja sjálfsmorð.

Samband Adebayors við fjölskyldu sína er ekki gott en hann segir að hún reyni í sífellu að sníkja pening frá sér.

„Ég íhugaði margoft að drepa mig. Ég hélt þessu leyndu í mörg ár. Það er skelfilegt að þetta sé komið á þetta stig en það er léttir að hafa talað um þetta,“ sagði Adebayor í samtali við So Foot.

„Ég hef margsinnis skipt um símanúmer svo fjölskyldan geti ekki haft samband við mig. Þau hringja í mig, ekki til að vita hvernig ég hafi það, heldur til að krefjast peninga.“

Samband Adebayors við móður sína er afar stormasamt. Fyrir þremur árum ásakaði hann hana m.a. um að leggja bölvun á sig.

Á þeim tíma gekk ekkert upp hjá Adebayor hjá Tottenham og hann bað móður sína um að aflétta álögunum og láta sig í friði.

Hinn 33 ára gamli Adebayor leikur í dag með Basaksehir í Tyrklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.