Erlent

Víðtæk leit stendur yfir að argentínskum kafbáti

Birgir Olgeirsson skrifar
Báturinn var á leið til borgarinnar Mar del Plata í Argentínu.
Báturinn var á leið til borgarinnar Mar del Plata í Argentínu. Vísir/Getty
Ekki er vitað um ferðir kafbáts á vegum argentínska hersins. Greint er frá þessu á vef Reuters en þar kemur fram að síðast sé vitað um ferðir bátsins í Suður Argentínuhafi fyrir tveimur dögum.

Víðtæk leit stendur því yfir að bátnum og fjörutíu og fjögurra manna áhöfn hans, en grunur er um að bilun hafi komið upp í fjarskiptabúnaði bátsins.

„Við erum að kanna hver orsök sambandsleysisins eru,“ segir talsmaður argentínska hersins, Enrique Balbi, við Reuters. „Ef um er að ræða bilun í fjarskiptabúnaði, þá væri báturinn kominn upp á yfirborð.“

Bátnum var siglt úr höfn við borgina Ushuia og var förinni heitið til borgarinnar Mar del Plata í Argentínu og hefur áhöfnin vistir til nokkurra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×