Erlent

Síðasta vígið endurheimt frá ISIS

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Írakskir hermenn með fána frá Ríki íslams í vesturhluta Mósúl fyrr í sumar.
Írakskir hermenn með fána frá Ríki íslams í vesturhluta Mósúl fyrr í sumar. Vísir/EPA
Írakski herinn náði í dag yfirráðum í bænum Rawa í Írak af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins (ISIS). CNN greinir frá.

Í kjölfarið blakti írakski fáninn í bænum um hádegisbil.

Aðgerðin var umfangsmikil en snemma í morgun lagði herinn niður flotbrú yfir vatn nálægt bænum og náði því að koma hryðjuverkahópnum að óvörum.

Þetta þýðir að hernum í Írak hefur tekist að ná yfirráðum í öllum bæjum og borgum landsins sem Ríki íslams hafði áður náð. Hryðjuverkasamtökin eru þó enn með hópa á sínum snærum inni í borgum og bæjum landsins og er ekki enn búið að hrekja þá úr eyðimerkum vesturhluta landsins.

Samtök Ríkis íslam eru herskár hópur hryðjuverkamanna sem krefjast þess að sameinað verði ríki í nafni íslams. Hópurinn er stundum nefndur Daesh en það er nafn hans á arabísku. Ítök hans hafa verið á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak


Tengdar fréttir

Hefja „lokasókn“ gegn Ríki íslams í Mósúl

Stjórnarher Íraks hóf "lokasókn“ gegn Ríki íslams í gömlu borginni í Mósúl í dag. Hundrað þúsund íbúar eru innilokaðir vegna átakanna að sögn Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×