Erlent

Rikard Wolff er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Rikard Wolff varð 59 ára gamall.
Rikard Wolff varð 59 ára gamall. instagram
Sænski leikarinn og tónlistarmaðurinn Rikard Wolff er látinn, 59 ára að aldri. Frá þessu greina sænskir fjölmiðlar sem vísa í Instagram-síðu listamannsins.

Wolff var einn ástsælasti leikari Svíþjóðar og sló í gegn í kvikmyndinni Änglagård frá árinu 1992. Þá ljáði hann þrjótnum Skara rödd sína í sænskri talsetningu Konungs ljónanna.

Auk langs leiklistarferils starfaði hann sem söngvari og tók meðal annars þátt í Melodifestivalen árið 2013 með lagið En förlorad sommar, en vinsælasta lag hans var lagið Pojken på månen frá árinu 1995.

Síðasta hlutverk hans var í jóladagatali sænska ríkissjónvarpsins sem hefst 1. desember næstkomandi.

Wolff hafði dvalið á sjúkrahúsi síðustu mánuði vegna veikinda í lungum. Hann lætur eftir sig tólf ára dóttur.

Að neðan má sjá Instagram-færsluna þar sem greint er frá fráfalli Wolff og myndband sem þýnir þegar hann flutti lagið Pojken i månen í sænskum skemmtiþætti síðasta sumar.

Idag har vår älskade Rikard lugnt och stilla lämnat oss efter en lång kamp. All kärlek till er alla

A post shared by Rikard Wolff (@rikardwolff) on

Idag har vår älskade Rikard lugnt och stilla lämnat oss efter en lång kamp. All kärlek till er alla

A post shared by Rikard Wolff (@rikardwolff) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×