Erlent

Þyrla og flugvél skullu saman í Buckingham-skíri

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Slysið átti sér stað nærri Waddesdon-setrinu.
Slysið átti sér stað nærri Waddesdon-setrinu. Vísir/AFP
Mikill viðbúnaður stendur nú yfir í Buckinhamskíri á Englandi eftir að þyrla og flugvél skullu saman í loftinu. Viðbragðsaðilar hafa ekki sagt hve margir hafi verið verið í slysinu og segja forgangsmálið vera að bjarga lífum. 

Atvikið átti sér stað í Waddesdon í Buckingham-skíri á Englandi. Slysstaðurinn er nálægt Waddesdon-setri á svæðinu sem eitt sinn var í eigu Rothschild fjölskyldunnar forríku.

Allt tiltækt lið var sent á staðinn samkvæmt Twitter síðu slökkviliðsins í Buckingham. Vegum í grennd við slysstað hefur verið lokað svo lögregla, sjúkra- og slökkvilið geti athafnað sig.

Óljóst er hvernig slysið bar að eða hversu margir voru í þyrlunni eða flugvélinni.

Hér að neðan má sjá tilkynningu slökkviliðsins í Buckingham-skíri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×