Tap í fyrsta leik Moyes | Sjáið mörkin

Dagur Lárusson skrifar
Watford tók á móti West Ham í eina leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni en þetta var fyrsti leikur David Moyes með West Ham.

Fyrir leikinn var West Ham í 18.sæti með 9 stig og því þurftu þeir þeir á sigri að halda í dag.

Það voru hinsvegar Watford sem byrjuðu leikinn mun betur og sóttu stíft og uppskáru þeir á 11.mínútu þegar Will Hughes skoraði eftir að Joe Hart varði skot frá leikmanni Watford beint fyrir fætur hans.

West Ham komust nálægt því að jafna metin rétt fyrir hálfleik þegar Marko Arnautovic skallaði boltann að marki eftir fyrirgjöf frá Zabaleta en Gomes varði virkilega vel í markinu og varði aftur þegar boltinn barst aftur til Arnautovic.

Í seinni hálfleiknum héldu Watford völdunum á vellinum og voru líklegri til þess að bæta muninn heldur en West Ham að jafna metin og var það ungstirnið Richarlison sem skoraði annað mark Watford á 64. mínútu og kom liði sínu í 2-0.

Þetta reyndust lokatölur leiksins en eftir leikinn er Watford komið 8.sæti með 18 stig á meðan West Ham situr enná í 18.sæti með 9 stig.

Mörkin úr leiknum eru í spilaranum hér fyrir ofan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira