Innlent

Bein útsending: Landssöfnun Hjartaverndar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Söfnunarfénu verður varið til að mæta kostnaði við innleiðingu á áhættureikninum á heilsugæslustöðvum landsins.
Söfnunarfénu verður varið til að mæta kostnaði við innleiðingu á áhættureikninum á heilsugæslustöðvum landsins.
Landssöfnun Hjartaverndar er í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 19:20. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýjan áhættureikni sem greinir æðkölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hefur verið mögulegt hingað til. Söfnunarfénu verður varið til að mæta kostnaði við innleiðingu á áhættureikninum á heilsugæslustöðvum landsins.

Hjartavernd hefur unnið í nær 15 ár að rannsóknum sem hafa leitt til þessa nýja reiknis. Fleiri þúsund manns leita til Hjartaverndar á ári hverju, bæði karlar og konur og er meðalaldur þeirra um fimmtíu ár. Þeir sem komu voru að meðaltali með hærri áhættu en jafnaldrar borið saman við gögn Hjartaverndar.

Möguleg skýring gæti verið að þeir sem fara í áhættumat hafa oft ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóma. Ættarsaga er þekktur áhættuþáttur en aðra áhættuþætti þarf líka að taka með í myndina og hafa í huga að líkur á að fá hjarta- og æðasjúkdóma eru einstaklingsbundnar.

Hjartavernd, landssamtök voru stofnuð árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar sem er 50 ára í ár hóf starfsemi sína þremur árum síðar eða árið 1967 með mjög víðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem áhersla var lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×