Enski boltinn

Yfirgefur Wales fyrir Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Coleman.
Chris Coleman. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur Chris Coleman sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Wales lausu svo hann geti tekið við stjórnartaumunum hjá Sunderland.

Það verða að teljast frekar óvænt tíðindi enda hefur Coleman gert frábæra hluti með velska liðið þó svo það hafi ekki komist á HM. Hann fór með liðið í undanúrslit á EM fyrir rúmu ári síðan.

Coleman var búinn að stýra velska liðinu í fimm ár og þau voru heldur betur söguleg.

Coleman verður væntanlega á hliðarlínunni hjá Sunderland á þriðjudag er liðið spilar á heimavelli gegn Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×