Innlent

Söguleg tímamót í Víglínunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þau sögulegu tímamót eru framundan í íslenskum stjórnmálum að í fyrsta skipti í sjötíu og þrjú ár fer Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með sósíalistum, en það gerðist síðast árið 1944,  nokkrum mánuðum eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands verður meðal gesta Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag til að ræða þetta og stjórnarmyndanir yfirleitt.

Reiknað er með að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði kynntur í byrjun næstu viku og að ný stjórn taki við um miðja vikuna. Stjórnin er orðin umdeild nú þegar, sérstaklega meðal Vinstri grænna. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins hefur verið meðal hörðustu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Hún verður gestur Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar.

Þorsteinn hefur lýst því að með ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði skjaldborg slegin um óbreytt ástand og framtíðinni slegið á frest.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×