Körfubolti

LeBron með 39 stig í endurkomusigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James fór á kostum í frábærum endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt.

James skoraði 39 stig og tók 14 fráköst í framlengdum leik í Englaborginni. Þetta var sjöundi tapleikur heimamanna í röð.

Kevin Love skoraði 25 stig og Dwayne Wade skoraði 23 fyrir Cavaliers, sem tóku forystu í fyrsta skipti í leiknum í framlengingunni.

Það voru fleiri frábærar endurkomur í nótt, en San Antonio Spurs vann upp 23 stiga forystu Oklahoma City Thunder og sigraði 101-104 í Oklahoma.

LaMarcus Aldrige fór fyrir Spurs, en hann skoraði 26 stig þegar Spurs eyðilögðu sigurgöngu Thunder sem höfðu unnið síðustu þrjá leiki sína.

Phoenix Suns og Los Angeles Lakers mættust í þriðja skiptið á tímabilinu og tókst Suns loks að næla sér í sigur.*

Devin Booker skoraði lítil 33 stig fyrir Suns. Nýliðinn Kyle Kuzma átti stórleik fyrir Lakers, en hann náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann skoraði 30 stig fyrir liðið. 28 af stigum hans komu í seinni hálfleik.

Lakers var með 20 tapaða bolta í fimmta tapinu í síðustu sex leikjum.

Úrslit næturinnar í NBA:

Pistons - Pacers 100-107

Heat - Wizards 91-88

Knicks - Raptors 84-107

Clippers - Cavaliers 113-118

Jazz - Nets 107-118

Thunder - Spurs 101-104

Hornets - Bulls 120-123

Timberwolves - Mavericks 111-87

Trail Blazers - Kings 82-86

Suns - Lakers 122-113

Pelicans - Nuggets 114-146

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×