Innlent

Aron Andreassen sigurvegari Rímnaflæði 2017

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aron Andreassen úr félagsmiðstöðinni Jemen í Kópavogi sigraði Rímnaflæði 2017.
Aron Andreassen úr félagsmiðstöðinni Jemen í Kópavogi sigraði Rímnaflæði 2017.
Í gær fór Rímnaflæði Samfés, rappkeppni félagsmiðstöðva, fram í átjánda sinn. Aron Andreassen úr félagsmiðstöðinni Jemen í Kópavogi var sigurvegari keppninnar í ár. Í öðru sæti var Viktor Örn Hjálmarsson úr félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík  og í þriðja sæti var Sunna Dís Helgadóttir úr félagsmiðstöðinni Frosta í Reykjavík. Það var mikil stemning á keppninni en skipuðu Sölvi Blöndal, Árni Matthíasson og Sigga Ey.

Einnig komu fram Króli og Jói P, Sigga Ey, Góði úlfurinn, Johny Boy og Sara Mjöll Stefánsdóttir sigurvegari Rímnaflæði 2016. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×