Handbolti

ÍBV vann í Hvíta-Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Róbert Aron Hostert er einn af burðarásum ÍBV
Róbert Aron Hostert er einn af burðarásum ÍBV vísir/ernir
ÍBV vann sterkan útisigur á liði HC Gomel frá Hvíta-Rússlandi í Áskorendabikar Evrópu í dag.

Eyjamenn fóru með 27-31 sigur af hólmi, en þeir leiddu 13-17 í hálfleik.

Leikurinn er sá fyrri í einvígi liðanna í þriðju umferð bikarsins. Seinni leikurinn fer fram eftir viku, laugardaginn 25. nóvember. Sá leikur er sagður fara fram í Vestmannaeyjum, en karlalið ÍBV hefur enn ekki leikið leik á heimavelli í vetur.

Sjá einnig:Eyjar breytast í Alcatraz fyrir strákana: Er í lagi að stelpurnar spili í annars flokks sal?

Það voru þrír menn sem fóru fyrir liði Eyjamanna í dag. Agnar Smári Jónsson, Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert sáu um markaskorunina, en þeir skoruðu sjö mörk hver.

Dagur Arnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Eyþórsson gerðu tvö mörk. Friðrik Jónsson, Andri Heimir Friðriksson, Ágúst Grétarsson og Róbert Sigurðarson skoruðu allir eitt mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×