Innlent

Mikið brotnar en ekki í lífshættu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Bíll kvennanna var óökufær eftir slysið og snjóplógurinn einnig. Mikil mildi er að ekki fór verr.
Bíll kvennanna var óökufær eftir slysið og snjóplógurinn einnig. Mikil mildi er að ekki fór verr. Vísir/Haraldur Gíslason
Konurnar tvær sem lentu í árekstri á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn eru mikið brotnar en ekki í lífshættu. Konurnar eru báðar erlendar og voru á ferðalagi um landið. Þær eru enn vistaðar á sjúkrahúsi.

Tildrög slyssins eru ekki ljós enn og að sögn lögreglunnar hefur gengið erfiðlega að ná að taka skýrslu af konunum en það verður gert um leið og róast hjá þeim. Líklegt þykir að þær hafi misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming, í veg fyrir snjóplóginn.

Slysið varð skammt austan afleggjarans við Dyrhólaey á þjóðvegi eitt og er ökumaður snjóplógsins óslasaður eftir slysið. Nánari upplýsingar um tildrög slyssins koma í ljós eftir að skýrslur verða teknar af konunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×