Handbolti

Janus markahæstur í tapi Álaborgar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska.
Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska. vísir/eyþór
Ålborg tapaði enn einum leiknum í Meistaradeild Evrópu í dag er liðið lá gegn Vive Kielce.

Danska liðið hefur aðeins unnið einn af átta leikjum sínum í B-riðli keppninnar og er á botni riðilsins með tvö stig.

Lokatölur í leiknum í dag urðu 28-27 fyrir Kielce, en leikurinn var hnífjafn allan tímann og var staðan 15-14 í hálfleik.

Janus Daði Smárason átti flottan leik fyrir Ålborg og skoraði 6 mörk. Arnór Atlason var ekki í hóp hjá Aroni Kristjánssyni í dag.

Heima í Danmörku steinlá Århus fyrir GOG, 24-31.

Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark fyrir Århus og Sigvaldi Guðjónsson tvö, en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Århus er í fimmta sæti deildarinnar, en GOG situr á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×