Enski boltinn

Moyes: Hættur að tala um fortíðina

Dagur Lárusson skrifar
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham. Vísir/getty
David Moyes, nýr stjóri West Ham, vill að allir hætti að einblína á fortíð hans sem stjóri annara liða en mikið hefur verið rætt um Moyes á síðustu vikum og hvort hann hafi verið rétti stjórinn fyrir West Ham.

David Moyes stýrði liði Everton í mörg ár áður en hann var valinn sem arftaki Sir Alex Fergusson hjá Manchester United en þar gegkk honum ekki vel og var hann rekinn eftir nokkra mánuði. Síðan þá hefur hann stýrt Real Sociedad á Spáni og Sunderland á síðustu leiktíð í ensku úrvaldsdeildinni.

„Ég gæti talað um fortíðina og ég gæti talað um það þegar ég var valinn stjóri mánaðarins þrjá mánuði í röð eða þegar ég tók við stærsta starfi í knattspyrnuheiminum og einnig þegar ég var einn af fáum bresku stjórum sem taka við liði í spænsku deildinni.“

„Ég gæti talað um allt þetta en núna held ég að það sé kominn tími til þess að hætta að tala um þetta og einblína á mína fortíð og tala frekar um það sem er framundan.“

Moyes tók við af Slaven Bilic sem hafði gengið illa með liðið síðastliðna árið en Moyes vildi þá ekki gagnrýna Bilic og hans störf.

„Ég myndi aldrei gagnrýna aðra stjóra sem voru hér á undan mér. Leikmennirnir hafa sagt mér sína skoðun á málinu og þeir átta sig á því að þeir þurfa að snúa þessu við sjálfir.“

David Moyes stýri sínum fyrsta leik með West Ham á morgun gegn Watford.


Tengdar fréttir

Moyes tekinn við West Ham

David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri West Ham. Félagið staðfesti þetta á Twitter síðu sinni í dag.

Pearce aðstoðar Moyes

David Moyes hefur fengið Stuart Pearce til að aðstoða sig hjá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×