Enski boltinn

Allir Íslendingarnir spiluðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar spilaði hálftíma fyrir Cardiff í dag
Aron Einar spilaði hálftíma fyrir Cardiff í dag vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon var eini Íslendingurinn sem fékk að byrja leik í ensku 1. deildinni í dag.

Hann spilaði allan leikinn þegar Bristol gerði markalaust jafntefli við Sheffield Wednesday.

Aron Einar Gunnarsson kom inn á fyrir Cardiff á 69. mínútu í sigri á Brentford.

Joe Ralls og Danny Ward skoruðu mörk Cardiff í fyrri hálfleik.

Cardiff er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig eftir sautján leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Wolves.

Wolves bar sigurorð af Reading 0-2, en Jón Daði Böðvarsson var í hóp hjá Reading eftir að hafa náð sér af meiðslum.

Hann kom inn á 81. mínútu en náði ekki að bjarga málunum fyrir Reading.

Birkir Bjarnason fékk mínútur, þó fáar væru, hjá Aston Villa, en hann kom inn á í uppbótatíma í 1-2 sigri Villa á QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×