Enski boltinn

Lamela sneri til baka í dag

Dagur Lárusson skrifar
Erik Lamela
Erik Lamela vísir/getty
Erik Lamela, leikmaður Tottenham, sneri til baka úr eins árs meiðslum í dag en hann var í byrjunarliði u-23 liðs Tottenham gegn Chelsea.

Lamela hefur verið á hliðarlínunni í rúmt ár en hann hefur verið að glíma við meiðsli í mjöðm og var síðasti leikurinn sem hann spilaði gegn Liverpool í deildarbikarnum þann 25.október 2016.

Mauricio Pochettino segir að hann sé vongóður að geta spilað þeim argentínska í aðalliðinu sem fyrst.

„Við tölum saman á hverjum degi og ég spyr hann hvort hann sé tilbúinn. Þetta er algjörlega undir honum sjálfum komið hvenær hann vill spila fyrir aðalliðið, hann þarf að segjast vera tilbúinn.“

Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í Tottenham þurftu að sætta sig við tap í grannaslagnum gegn Arsenal í dag en næsti leikur liðsins er gegn Dortmund í meistaradeildinni.


Tengdar fréttir

Skytturnar unnu grannaslaginn

Arsenal hafði betur gegn Tottenham, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×