Erlent

Funda um Mugabe í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom fram opinberlega í fyrsta sinn í gær síðan herinn tók völdin í landinu.
Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom fram opinberlega í fyrsta sinn í gær síðan herinn tók völdin í landinu. Vísir/AFP
Enn er kallað eftir því að Robert Mugabe, forseti Simbabve, víki úr embætti. Búist er við því að hershöfðingjar kalli Mugabe á fund sinn í dag og reyni að fá hann til að segja af sér. Kaþólskur prestur mun gegna stöðu fundarstjóra. BBC greinir frá.

Ástand stjórnmála í Simbabve hefur verið eldfimt en búist var við því að Mugabe myndi segja af sér í kjölfar þess að her landsins tók völdin í vikunni. Allt kom þó fyrir ekki og Mugabe hefur enn ekki stigið til hliðar.

Auk hersins, sem Mugabe mun funda með í dag, hefur ungliðahreyfing Zanu-Pf, flokks Mugabe, kallað eftir afsögn forsetans og fordæmt bæði stuðningsmenn hans og eiginkonu, Grace Mugabe. Þá vill miðstjórn Zanu-Pf að forsetinn hætti sem formaður flokksins.

Þúsund Simbabvemanna tóku þátt í kröfugöngu í höfuðborginni Harare í gær og kröfðust þess að Mugabe segði af sér. Hann hefur gegnt embætti forseta Simbabve síðan landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1980.


Tengdar fréttir

Herinn fagnar velgengni í Simbabve

Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins.

Framtíð Mugabe og Simbabve óljós

Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×